Ákærður fyrir tilraun til nauðgunar

mbl.is/Ófeigur

Héraðssaksóknari hefur ákært karlmann fyrir tilraun til nauðgunar með því að hafa að morgni dags árið 2016 reynt að hafa samræði eða önnur kynferðismök við stúlku án hennar samþykkis með því að að beita hana ofbeldi og ólögmætri nauðung í íbúð í Reykjavík þar sem maðurinn var gestkomandi. Til vara er ákært fyrir kynferðislega áreitni og blygðunarsemisbrot.

Fram kemur í ákæru að maðurinn hafi lagst nakinn við hlið stúlkunnar þar sem hún lá sofandi í herbergi sínu. Þegar hún hafi vaknað og reynt að komast undan hafi maðurinn ýtt henni niður í rúmið, reynt að kyssa hana og tekið fyrir vit hennar þegar hún reyndi að kalla eftir hjálp. Stúlkan hlaut mar á vinstri upphandlegg við þetta. Maðurinn lét ekki af háttsemi sinni fyrr en þriðji aðili braut sér leið inn í herbergið og kom manninum út úr íbúðinni. 

Fyrir hönd stúlkunnar er gerð krafa um að manninum verði gert að greiða henni miskabætur upp á eina milljón króna auk vaxta. Sömuleiðis greiðslu málskostnaðar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert