Meiri ásókn í sjúkrasjóði stéttarfélaga

„Gríðarleg fjölgun umsókna um sjúkradagpeninga hjá Sjúkrasjóði BHM síðastliðna tvo mánuði og stærð sjóðsins gerði það að verkum að við þurftum að bregðast við og breyta úthlutunarreglum hans. Greiðslutímabil sjúkradagpeninga var m.a. stytt,“ segir Maríanna Helgadóttir, stjórnarformaður sjúkrasjóðs BHM.

Hún segir að margir kvarti undan álagi og streitu og veltir því upp hvort samspil vinnustaðamenningar og gerð samfélagsins spili saman á þann hátt að það valdi því álagi og streitu sem virðist ríkja í samfélaginu. Þá sé spurning hvort afleiðingar hrunsins séu enn að koma fram.

Kennarasamband Íslands greip til svipaðra aðgerða í nóvember í fyrra. Kristín Stefánsdóttir, formaður sjúkrasjóðs KÍ, segir stöðuga aukningu í umsóknum um sjúkradagpeninga og telur kulnun skýra stóran hluta umsókna. Vel sé fylgst með stöðu sjóðsins og unnið að lausnum, að því er fram kemur í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert