Allt að 53% munur á leikskólagjöldum

Mikill munur er á leikskólagjöldum sveitarfélaganna en 53% munur er …
Mikill munur er á leikskólagjöldum sveitarfélaganna en 53% munur er á hæstu og lægstu almennu gjöldunum, 8 tímum með fæði eða 13.655 kr. á mánuði sem jafngildir 150.205 kr. á ári. Mynd/Kristinn Ingvarsson

Leik­skóla­gjöld eru hæst í Garðabæ en lægst í Reykja­vík. Gjöld­in hækkuðu milli ára í þrettán af sex­tán sveit­ar­fé­lög­um lands­ins en lækkuðu í þrem­ur sveit­ar­fé­lög­um. Þetta er meðal þess sem kem­ur fram í nýrri út­tekt verðlags­eft­ir­lits ASÍ á leik­skóla­gjöld­um sveit­ar­fé­lag­anna.

Í út­tekt ASÍ sést að mikill munur er á leikskólagjöldum sveitarfélaganna en 53% munur er á hæstu og lægstu almennu gjöldunum, 8 tímum með fæði eða 13.655 kr. á mánuði sem jafngildir 150.205 kr. á ári. Verðmunurinn er enn meiri, 69% eða 131.802 kr. á ári, ef sömu leikskólagjöld fyrir forgangshópa eru skoðuð.

Lægstu gjöldin í Reykjavík

Miðað við 8 tíma (almennt gjald) eru lægstu gjöldin í Reykjavík, 25.963 kr. en þau hæstu í Garðabæ, 39.618 kr. Fyrir forgangshópa (8 tímar m. fæði) eru gjöldin lægst í Reykjavík, 17.259 kr., en hæst hjá Sveitarfélaginu Árborg 29.241 kr. Níu tíma vistun með fæði fyrir forgangshópa kostar mest í Kópavogi, 34.387 kr., en minnst í Reykjavík, 21.512 kr., en almennt gjald fyrir 9 tíma vistun er hæst í Fljótsdalshéraði, 46.770 kr., en lægst á Seltjarnarnesi, 29.249 kr.

13 af 16 sveitarfélögum hækka leikskólagjöldin (m. fæði) milli ára en hækkunin nam oftast um 2-3%. Mestu hækkanirnar á 8 tíma gjaldi m. mat eru á Seltjarnarnesi, 5% almennt gjald og 5,4% fyrir forgangshópa og hjá Fljótsdalshéraði 4,2% á almennu gjaldi og 5% hjá forgangshópum.

Mestu lækkanirnar eru hjá Fjarðabyggð eða 4,1% á 8 tímum m. mat og 5,3% lækkun á sama gjaldi fyrir forgangshópa. Mesta hækkun á tímagjaldi er 4% hækkun á Seltjarnarnesi en mesta lækkun er 11,8% á tímagjaldi fyrir forgangshópa í Skagafirði. Mesta hækkun á matargjaldi er 12,8% hjá Fljótsdalshéraði en mesta lækkun á sama gjaldi er 16,6% í Fjarðabyggð.

Lægst eru gjöldin í Reykjavík, 25.963 kr., þrátt fyrir 2,9% …
Lægst eru gjöldin í Reykjavík, 25.963 kr., þrátt fyrir 2,9% hækkun. Tafla/ASÍ

Átta tímar dýrastir í Garðabæ

Hæst eru gjöldin í Garðabæ 39.618 en þau hækkuðu um 3% um áramótin. Næsthæst eru þau á Fljótsdalshéraði, 38.783 kr., þar sem þau hækkuðu um 4,2% um áramót en þriðju hæst eru leikskólagjöldin á Akranesi, 37.170 kr., en þau hækkuðu um 3% um áramót.

Lægst eru gjöldin í Reykjavík, 25.963 kr., þrátt fyrir 2,9% hækkun og næstlægst á Seltjarnarnesi, 27.180 kr., eftir 5% hækkun um áramótin. Mesta hækkunin var á Seltjarnarnesi en mesta lækkunin í Fjarðabyggð, 4,1%, sem er með sjöttu ódýrustu gjöldin.

Hér má sjá nánari niðurstöður úttektar ASÍ á breytingum á leikskólagjöldum 2018-2019.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert