Fáir nota endurskinsmerki

Endurskinsmerkin eru mikilvæg í skammdeginu.
Endurskinsmerkin eru mikilvæg í skammdeginu.

Einungis tveir af tíu voru með endurskinsmerki samkvæmt könnun VÍS á endurskinsmerkjanotkun unglinga í grunnskóla og fólks á vinnustað. Unglingarnir stóðu sig aðeins betur en þeir fullorðnu en þar munaði mest um endurskin á töskum.

Frá þessu er greint á vefsíðu VÍS.

76% unglinganna voru ekki með neitt endurskin en það hlutfall var öllu verra hjá þeim fullorðnu eða 86% en samanlagt er þetta hlutfall 79%.

Endurskin var á töskum 8% unglinga en 1% fullorðinna. Yfirhafnir unglinga voru með endurskini frá framleiðanda í 9% tilfella en 6% fullorðinna.

Bent er á að góður sýnileiki sé gríðarlega mikilvægur fyrir alla vegfarendur en með endurskini sér ökumaður gangandi og hlaupandi einstaklinga allt að fimm sinnum fyrr.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert