Heldur sögunni til haga

Marteinn Sigurgeirsson kvikmyndagerðarmaður hefur nóg að gera í heimildavinnunni.
Marteinn Sigurgeirsson kvikmyndagerðarmaður hefur nóg að gera í heimildavinnunni. mbl.is/Kristinn Magnússon

Tvær heimildarmyndir eftir Martein Sigurgeirsson voru frumsýndar fyrir skömmu. Önnur er um Skólahljómsveit Kópavogs og hin um sögu landsmóta Ungmennafélags Íslands á Suðurlandi sem fram hafa farið þar frá 1940.

„Ég vann að þessum myndum af fullum krafti undanfarin þrjú ár, eftir að ég fór á eftirlaun,“ segir Marteinn, sem var kennari í Álftamýrarskóla í 20 ár og sá síðan um myndver grunnskólanna í Reykjavík í tvo áratugi, þar sem nemendur nýttu sér myndir og kvikmyndir til þess að dýpka efnið. Hann hefur unnið við kvikmyndagerð í frístundum frá 1963, m.a. gert fræðslumyndir fyrir Námsgagnastofnun, mynd um Jón úr Vör og heimildarmyndir um Selfoss, knattspyrnuna á Selfossi og hjá Breiðabliki í Kópavogi.

Marteinn vann fyrir UMFÍ í sambandi við varðveislu gamalla kvikmynda og gerði sögulega mynd, sem var sýnd í Gerðarsafni 2007, þegar landsmótið var haldið í Kópavogi. Landsmótið var á Selfossi 2013 og þá var mynd eftir Martein um landsmótin á Suðurlandi látin rúlla á skjá með tónlist. „Í framhaldi af því vildu Héraðssambandið Skarphéðinn og minjanefnd Ungmennafélags Selfoss gera meira úr þessu og báðu mig að gera mynd um landsmótin á Suðurlandi eftir að Sigurður Greipsson, þáverandi formaður HSK, endurvakti þau í Haukadal 1940,“ segir hann. Marteinn leggur áherslu á að sögu- og minjanefnd HSK hafi veitt mikinn stuðning og ráðgjöf við gerð myndarinnar.

Sjá samtal við Martein í heild á baksíðu Morgunblaðsins í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert