Fagna 30 ára afmæli bjórdagsins með veglegri hátíð

Þrjátíu ár eru liðin síðan bjórbanninu var aflétt og hinn …
Þrjátíu ár eru liðin síðan bjórbanninu var aflétt og hinn 1. mars verður því fagnað í brugghúsi Kalda. Myndin er úr Bjórböðum Kalda. mbl.is/​Hari

„Það sem við erum fyrsta handverksbrugghús landsins fannst okkur að við ættum að gera eitthvað sniðugt. Þetta verður heljarinnar hátíð enda ber bjórdaginn upp á föstudag,“ segir Agnes Anna Sigurðardóttir, framkvæmdastjóri Bruggsmiðjunnar Kalda á Árskógssandi.

Hinn 1. mars næstkomandi verða 30 ár liðin frá því sala bjórs var leyfð á ný hér á landi og hyggjast Agnes og hennar fólk fagna því með viðeigandi hætti – stórri bjórhátíð. „Við ákváðum að bjóða öllum brugghúsum landsins í heimsókn til okkar og halda alvöru bjór festival. Hátíðin verður haldin í brugghúsinu okkar og hérna getur fólk smakkað allskonar íslenska framleiðslu,“ segir Agnes í Morgunblaðinu í dag.

Hún kveðst búast við því að 12-15 brugghús taki þátt, öll brugghús í næsta nágrenni og mörg að sunnan. Hvert þeirra mun kynna bjóra sína á eigin bás. Miðaverði verður stillt í hóf en innifalið í því verður bjórsmakkið, smáréttir og rútuferðir til og frá Akureyri. Hátíðin mun standa yfir frá 16-22 á bjórdaginn sjálfan.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert