Guðni hvetur strákana okkar til dáða

Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands.
Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands. mbl.is/Eggert

Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, hefur sent strákunum okkar á HM í handbolta baráttukveðjur fyrir leik þeirra gegn Makedóníu í dag.

„Fram undan er hörkuleikur á móti sterku liði Makedóníumanna. Hér heima og úti munum við fylgjast með liðinu okkar og hvetja það til dáða. Í okkar röðum eru frábærir íþróttamenn sem munu leggja sig alla fram. Meira þarf ekki að biðja um,“ skrifar Guðni á Facebook-síðu forsetaembættisins.

Með færslunni lætur hann fylgja með mynd úr handboltadagbók sinni frá æskuárunum og talar um að ein af forsendum góðs árangurs í íþróttum sé að virða mótherjann, vita af eigin getu og efla með sér heilbrigt sjálfstraust.

„Í þeim efnum er ekkert að óttast ytra; þjálfari og leikmenn vita að þeir eru að fara að mæta mjög góðu liði - en verða þá bara enn þá betri í baráttunni. Koma svo strákar, áfram Ísland!“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert