Komin undir 600 milljarða

Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra kynnir fjárlagafrumvarp 2019.
Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra kynnir fjárlagafrumvarp 2019. mbl.is/​Hari

Heildarskuldir ríkissjóðs, að frádregnum endurlánum og sjóðsstöðu ríkissjóðs, námu um 593 milljörðum um áramótin, samkvæmt Lánamálum ríkisins. Hrein skuld ríkissjóðs hefur því lækkað um rúma 290 milljarða frá desember 2013.

Með þessum niðurgreiðslum hefur skuldin farið úr því að vera 50% af vergri landsframleiðslu í að vera rúm 21% af vergri landsframleiðslu, að því er fram kemur í Morgunblaðinu í dag.

Þær upplýsingar fengust frá Seðlabankanum að hinn 26. febrúar næstkomandi væri stór flokkur á gjalddaga, nánar tiltekið skuldabréf að fjárhæð 52 milljarðar króna. Skuldin væri í krónum og hefði niðurgreiðslan áhrif á lausafjárstöðu ríkissjóðs. Fyrir vikið myndi niðurgreiðslan væntanlega ekki hafa áhrif á nettóskuldir en hins vegar lækka brúttóskuldir. Um væri að ræða skuldabréf sem gefið var út 2008 til 10 ára. Það var einmitt um haustið 2008 sem bankakerfið hrundi og er uppgjörið á bréfinu því táknrænt fyrir hagsveifluna.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert