Ölvaður þjófur handtekinn

mbl.is/​Hari

Lögreglan handtók mann sem er grunaður um þjófnað á veitingastað í miðborginni um miðnætti. Að sögn lögreglu var maðurinn talsvert ölvaður og gistir nú fangageymslur lögreglunnar.

Fyrr um kvöldið hafði lögregla afskipti af manni sem hafði pantað og borðað mat á veitingahúsi án þess að greiða fyrir. Maðurinn var einnig með fíkniefni á sér. Manninum var sleppt að lokinni skýrslutöku.

Lögreglan handtók í gærkvöldi fíkniefnasala og hafði einnig afskipti af kaupanda fíkniefna. Málið er í rannsókn. 

Tveir gista fangageymslur lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu vegna mála sem eru í rannsókn lögreglu. 

Tveir ökumenn voru stöðvaðir á höfuðborgarsvæðinu í gærkvöldi og nótt vegna gruns um akstur bifreiða undir áhrifum fíkniefna. Annar þeirra er sviptur ökuréttindum. Þeir voru báðir látnir lausir eftir sýnatöku og það sama á við þann þriðja en hann er grunaður um ölvunarakstur. Sá er án ökuréttinda.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert