Opinn fyrir að endurskoða iðgjöldin

Eignir lífeyrissjóða 1997 til 2018.
Eignir lífeyrissjóða 1997 til 2018. mbl.is

Gunnar Baldvinsson, framkvæmdastjóri Almenna lífeyrissjóðsins, kveðst opinn fyrir hugmyndum um að endurskoða iðgjöld á almennum markaði.

Tilefnið er samtal við Ragnar Þór Ingólfsson, formann VR, í Morgunblaðinu í gær en hann kvaðst reiðubúinn að skoða lækkun iðgjalda gegn hækkun launa. Slíkt gæti orðið liður í kjaraviðræðunum.

Gunnar rifjar upp rökin fyrir því að hækka iðgjaldið. Var það hluti af Salek-samkomulaginu. „Ég var hugsi þegar samið var um að hækka iðgjaldið á almennum vinnumarkaði úr 12% af launum í 15,5%. Rökin voru fyrst og fremst þau að jafna lífeyrisréttindi [á almenna markaðnum og hjá hinu opinbera]. Ég hef bent á það í ræðu og riti að með því móti væru lífeyrisréttindi orðin mjög rífleg. Sem dæmi má nefna að einstaklingur sem fær laun í takt við almenna launaþróun, eins og lesa má úr skattframtölum, og greiðir 15,5% lífeyrisiðgjald á aldrinum 25 til 66 ára, eða í 42 ár, ávinnur sér rétt á ævilöngum lífeyri sem nemur um 91% af lokalaunum og um 89% af meðallaunum. Með viðbótarlífeyrissparnaði alla starfsævina geta eftirlaunin farið yfir 120% sem er mjög ríflegt,“ segir Gunnar í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert