Óskar eftir gögnum úr LÖKE

Helga Vala hló að sögusögnunum til að byrja með en …
Helga Vala hló að sögusögnunum til að byrja með en fannst nóg komið. mbl.is/​Hari

Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, hefur óskað eftir því við ríkislögreglustjóra að fá um sig allar upplýsingar úr upplýsingakerfi lögreglustjóra. Þetta staðfestir hún í samtali við mbl.is, en undanfarna daga hafa gengið um hana sögusagnir þess efnis að hún sé haldin stelsýki.

Greint var frá málinu í Fréttablaðinu í dag.

„Sem lögmaður veit ég að það er gott að geta slengt fram gögnum máli sínu til stuðnings,“ segir Helga Vala, sem hló að sögusögnunum til að byrja með. „Það er mér í blóð borið að að fara þessa leið. Brandarinn var orðinn aðeins of súr,“ segir Helga Vala.

Hún hefur þegar fengið staðfestingu frá Högum hf. þess efnis að hún hafi ekki verið tekin fyrir refsiverða háttsemi í verslunum Haga, sem reka meðal annars verslanir Hagkaupa og Bónuss, en samkvæmt sögusögnum hafði Helga Vala ýmist verið gripin við að stela úr Hagkaupum, Bónus eða 10-11. Umræddur stuldur átti að hafa snúist um sódavatnsflösku.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert