Ágreiningur um vinnutíma

SA leggja til að kaffihlé fari úr launuðum vinnutíma.
SA leggja til að kaffihlé fari úr launuðum vinnutíma. mbl.is/​Hari

Efling hafnaði í gær tillögum Samtaka atvinnulífsins (SA) um breytingar á vinnutíma og útreikningi launa. Þær ganga út á að víkka ramma dagvinnutímans og geta stytt vinnutíma með því að taka kaffitíma úr launuðum vinnutíma.

Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri SA, segir grunnhugsunina þá að hafa sama mælikvarða á dagvinnutíma í kjarasamningum og innan allra ríkja OECD, m.a. í öðrum norrænum ríkjum.

„Ísland er eina landið sem hagar þessu með öðrum hætti. Þetta felur í sér að samið er um að kaffitímar séu ekki hluti af dagvinnutímabilinu. Það þýðir að draga má úr viðveru á vinnustað, u.þ.b. 35 mínútur á dag. Eftir sem áður verður starfsfólk að sjálfsögðu að fá eðlileg hlé. Við erum ekki að útrýma kaffidrykkju á vinnustöðum heldur skipulögðum kaffitímum þar sem allir fara í kaffi á sama tíma,“ segir Halldór. Sem dæmi gæti starfsmaður í dagvinnu kosið að fara fyrr heim á föstudögum eftir samkomulagi.

Í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag segir Stefán Ólafsson, prófessor í félagsfræði og starfsmaður Eflingar, yfirvinnutekjur „hafa gegnt stóru hlutverki í að gera láglaunafólki kleift að láta enda ná saman“. Gjalda þurfi varhug við tillögum um aukinn sveigjanleika í vinnutíma sem aftur geti rýrt starfskjörin. Þá t.d. með auknu og ógreiddu álagi.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert