Mikið leitað að upplýsingum um Ísland á Google

Margir þeirra, sem hafa hug á ferðalagi til Íslands leita …
Margir þeirra, sem hafa hug á ferðalagi til Íslands leita meðal annars að upplýsingum um gullna hringinn svonefnda á Suðurlandi mbl.is/Kristinn Magnússon

Áhugi á Íslandi fer stöðugt vaxandi, ef marka má fjölda leita á vefsvæðinu Google. Alls var þar leitað 27 milljón sinnum að hótelum og gistingu á Íslandi á síðasta ári, samkvæmt upplýsingum frá fyrirtækinu.

Yfir 10 milljón sinnum var leitað þar að upplýsingum um flugferðir til Íslands og 12,5 milljón sinnum að ferðamannastöðum á Íslandi, að því er fram kemur í umfjöllun um þetta efni í Morgunblaðinu í dag.

Þar segir Jesper Vangkilde, samskiptastjóri Google í Danmörku og á Íslandi, að áhuga á Íslandi megi merkja um allan heim og sá áhugi fari vaxandi. Fólk í öðrum löndum noti Google til að leita að upplýsingum, ekki aðeins um ferðir til Íslands, gistingu og veitingahús heldur einnig til að skipuleggja hvað það eigi að gera þegar komið er til landsins, hvert það eigi að fara og kaupa.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert