Ekið aftan á lögreglubíl á vettvangi

Frá vettvangi í morgun.
Frá vettvangi í morgun. Ljósmynd/Lögreglustjórinn á Suðurnesjum

Ekið var á lögreglubíl á vettvangi slyss á Strandarheiði á Reykjanesbraut í morgun en mikil hálka var á svæðinu. Lögregla biðlar til ökumanna að sýna tillitssemi á slysstöðum og draga úr hraðanum til að koma í veg fyrir frekari slys.

Frá þessu er greint á Facebook-síðu lögreglunnar á Suðurnesjum.

Þar segir að lögreglumenn sem komu að útafakstri á Strandarheiði ræddu um að bílar hafi ekki hægt á sér þegar þeir óku fram hjá slysstað í morgun. Nokkrum mínútum síðar var ekið aftan á lögreglubíl.

Lögreglubíllinn er talsvert skemmdur og hin bifreiðin er líklega ónýt. Lögregluþjónar og ökumaður bílsins finna til eymsla eftir óhappið, að því er fram kemur í færslu lögreglunnar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert