Opnað fyrir umferð á ný

Fyrr í kvöld var lokað fyrir umferð vegna slæms veðurs …
Fyrr í kvöld var lokað fyrir umferð vegna slæms veðurs og færðar. Veðrið er nú gengið yfir og byrjað að opna fyrir umferð að nýju. mbl.is/Eggert

Vegagerðin hefur opnað fyrir umferð um Kjalarnes, en lokað var fyrir umferð þar vegna lélegs skyggnis og slæmrar færðar. Þá fóru tvær rútur út af veginum á milli Grundarhverfis og Hvalfjarðarganga fyrr í kvöld. Enn er þó krapi á veginum og búast má við hálku, en mjög hált var þar fyrr í kvöld.

Einnig hefur verið opnað fyrir umferð um Hellisheiði og Þrengsli, en enn er lokað fyrir umferð um Mosfellsheiði. Á Hellisheiði og Þrengslum eru hálkublettir.

Veðrið á suðvesturhorni landsins hófst síðdegis og hafði það gengið niður um klukkan níu. Fóru vindhviður upp í tæplega 25 m/s á Kjalarnesi, en samkvæmt vef Veðurstofunnar mælist vindur þar nú 3m/s og 3°C. Á Hellisheiði og Þrengslum eru 7 m/s og við frostmark.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert