Unnið að hreinsun gatna

Það þarf að skafa á höfuðborgarsvæðinu þennan morguninn.
Það þarf að skafa á höfuðborgarsvæðinu þennan morguninn. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Hálka og hálkublettir eru á öllum stofnbrautum á höfuðborgarsvæðinu en starfsmenn Reykjavíkurborgar hafa frá því nótt verið að hreinsa götur og stíga. 

Dag­ur­inn byrj­ar á klass­ísku vetr­ar­veðri, suðvestanátt og élj­um um landið sunn­an- og vest­an­vert, en víða létt­skýjað fyr­ir aust­an og frost um allt land. Upp úr há­degi dreg­ur þó held­ur úr vindi og élj­um.

Um kvöld­mat­ar­leytið koma skil upp að land­inu suðvest­anverðu með suðaust­anhvassviðri eða -stormi og snjó­komu, en síðar slyddu og rign­ingu á lág­lendi og hlýn­andi veðri.

Gul­ar viðvar­an­ir eru í gildi í nokkra klukku­tíma í kvöld vegna hríðarveðurs suðvest­an­lands og á Breiðafirði. Þær viðvar­an­ir eiga einkum við um heiðar og upp­sveit­ir, seg­ir í hug­leiðing­um veður­fræðings á Veður­stofu Íslands. 

Eft­ir snjó­komu gær­dags­ins og áfram­hald­andi élja­gang í dag eru lík­ur á að eitt­hvað af snjón­um muni bráðna í kvöld þegar hlýn­ar, en á morg­un kóln­ar aft­ur og er því viðbúið að svell mynd­ist. 

Hálkublettir og éljagangur er á Reykjanesbraut og á Grindavíkurvegi, hálka og éljagangur er á Hellisheiði, Sandskeiði og á Vesturlandsvegi upp í Borgarfjörð, annars er snjóþekja og éljagangur á öðrum leiðum, samkvæmt upplýsingum frá Vegagerðinni.

Hálka og skafrenningur er á Holtavörðuheiði en þungfært og éljagangur á Bröttubrekku. Snjóþekja, hálka og éljagangur á öllum öðrum leiðum.

Snjóþekja og hálka og eitthvað um éljagang á öllum leiðum á Vestfjörðum og á Norðurlandi er vetrarfærð, snjóþekja, hálka og hálkublettir.

Á Norðausturlandi er snjóþekja og hálka á Norðausturvegi (85) en hálka, snjóþekja og skafrenningur inn til landsins.

Hálka er á Héraði en snjóþekja á Jökuldal. Hálka er á Fjarðarheiði og Fagradal en hálkublettir eru með ströndinni.

Á Suðausturlandi er hálka, hálkublettir og eitthvað um éljagang og svipaða sögu er að segja af Suðurlandi.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert