Héngu á skrifstofu karlkyns yfirmanna

Seðlabanki Íslands á 360 málverk, þar af sex eftir Gunnlaug …
Seðlabanki Íslands á 360 málverk, þar af sex eftir Gunnlaug Blöndal. mbl.is/Golli

Seðlabanki Íslands hafði til hliðsjónar stefnu í jafnréttismálum og stefnu gegn áreitni og einelti, og þar á meðal ákvæði um að taka beri tillit til til ábendinga um truflandi atriði í starfsumhverfi, við ákvörðun sem tekin var um að fjarlægja málverk af skrifstofu í húsnæði bankans og setja í geymslu.

Málverkin sem um ræðir, eftir Gunnlaug Blöndal, voru staðsett á skrifstofu karlkyns yfirmanna og voru það ábendingar og umræður starfsmanna sem urðu til þess að málið var tekið til skoðunar.

Þetta kemur fram í skriflegu svari Stefáns Jóhanns Stefánssonar, ritstjóra Seðlabanka Íslands, við fyrirspurn mbl.is.

Fréttablaðið greindi frá því um helgina að nektarmálverk eftir Gunnlaug Blöndal hefðu verið fjarlægð af veggjum Seðlabankans. Meðal þeirra sem hafa tjáð sig um málið er Bandalag íslenskra listamanna, sem furðar sig á ákvörðuninni og segir hana undarlega tímaskekkju „puritanisma“.

Samkvæmt svari Stefáns Jóhanns á Seðlabanki Íslands 320 málverk sem sem hann hefur eignast á starfstíma bankans frá 1961. Þar af eru sex verk eftir Gunnlaug Blöndal.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert