Lengja beinar útsendingar úr Eldey

Magnús Jaro Magnússon, Sigurður Harðarson, Einar Gíslason og Guðmundur Örn …
Magnús Jaro Magnússon, Sigurður Harðarson, Einar Gíslason og Guðmundur Örn Magnússon voru ánægðir með dagsverkið. Ljósmynd/Sigurður Harðarson

Vinnu við að endurnýja búnað „súluvarpsins“ úr Eldey er lokið. Útsendingar lágu niðri frá því um miðjan desember vegna skemmda á sólarrafhlöðum en þær komast í samt lag einhvern næstu daga. Stefnt er að því að lengja beinar útsendingar úr Eldey.

Sigurður Harðarson rafeindavirki og aðstoðarmenn hans fóru út í Eldey í byrjun desember til að bæta tækjabúnaðinn. Settu þeir upp 4G-beini til viðbótar við örbylgjusambandið sem flutt hefur myndefnið í land. Þá kom í ljós að „virkjunin“ í eyjunni, það er að segja sólarsellurnar, voru úr lagi gengnar. Ein þeirra hafði fokið fyrir björg ásamt festingum og hinar tvær höfðu skemmst. Það þýddi að fara þurfti aðra ferð.

Þorsteinn Erlingsson, útgerðarmaður í Keflavík, beitti sér fyrir því að súluvarpið yrði gert aðgengilegt með því að koma þar upp tækjabúnaði. Það var gert á árinu 2008. Hefur Þorsteinn sjálfur kostað tækjakaup síðustu árin og Sigurður unnið verkið í sjálfboðavinnu.

Myndavélin og viðeigandi búnaður í Eldey.
Myndavélin og viðeigandi búnaður í Eldey.
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert