Telur bráðvanta öldrunargeðdeild

Pálmi V. Jónsson læknir.
Pálmi V. Jónsson læknir.

„Þegar kemur að sjúkrahúsþjónustu við eldra fólk þá bráðvantar öldrunargeðdeild. Eldra fólk með geðrænan vanda er í mjög viðkvæmri stöðu.“

Þetta segir Pálmi V. Jónsson, yfirlæknir öldrunarlækninga á Landspítalanum, í aðsendri grein í blaðinu í dag. Hann segir að með viðeigandi sérhæfðri meðferð geti fólk náð undraverðum bata og sjálfsbjargargetu.

Að sögn Pálma var opnun öldrunargeðdeildar á dagskrá þáverandi heilbrigðisráðherra árið 2008 en hrunið kom í veg fyrir það.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert