Vilja að borgin semji við ríkið um Keldnalandið

Sjálfstæðismenn munu bera upp tillögu í borgarráði í dag um að Reykjavíkurborg semji við ríkið um Keldnalandið og hefjist tafarlaust handa við skipulagningu svæðisins.

Segir í tillögunni að lagt verði upp með að nægt rými verði fyrir stofnanir og fyrirtæki, svo sem framtíðaruppbyggingu sjúkrahúss, og að enn fremur verði áhersla á að skipuleggja hagstætt húsnæði, sem sárlega vanti í borginni.

Eyþór Arnalds, oddviti Sjálfstæðisflokksins, segir flokkinn hafa áður talað fyrir því að Keldnalandið yrði nýtt, meðal annars í kosningabaráttunni. „Við sögðum þá að það gæti verið lausn fyrir stofnanir eins og til dæmis framtíðarsjúkrahús og aðrar slíkar, sem gæti aftur létt á umferðarþunganum,“ segir Eyþór í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert