Endurskoða eftirlitsreglur

Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið hefur hafið vinnu við heildarendurskoðun á opinberum …
Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið hefur hafið vinnu við heildarendurskoðun á opinberum eftirlitsreglum sem heyra undir ráðuneytið. mbl.is/Þórður Arnar Þórðarson

Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið hefur hafið vinnu við heildarendurskoðun á opinberum eftirlitsreglum sem heyra undir ráðuneytið og samkvæmt fréttatilkynningu á vef ráðuneytisins verður einföldun afgreiðsluferla vegna leyfisveitinga og bætt þjónusta við leyfisumsækjendur sett í forgang í þeirri vinnu.

„Heildarendurskoðunin er í samræmi við stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar en í honum er lögð áhersla á að stjórnsýslan sé bæði skilvirk og réttlát og jafnframt mælt fyrir um að átak verði gert í einföldun regluverks í þágu atvinnulífs og almennings,“ segir á vef ráðuneytisins.

Í stýrihópnum sitja fulltrúar ráðuneytisins, Matvælastofnunar, Fiskistofu, Ferðamálastofu, Neytendastofu, Orkustofnunar og Sam­keppn­is­eftirlitsins.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert