Hervör lagðist gegn bókuninni

mbl.is/Hjörtur

Hervör Þorvaldsdóttir, forseti Landsréttar, greiddi atkvæði gegn bókun stjórnar dómstólasýslunnar vegna dóms Mannréttindadómstóls Evrópu í síðasta mánuði þar sem fram kom að meta skyldi áhrif málskots til yfirdeildar dómstólsins áður en slík ákvörðun yrði tekin. Þetta staðfestir Ólöf Finnsdóttir, framkvæmdastjóri Dómstólasýslunnar, í samtali við mbl.is.

Farið er einnig fram á það í bókun Dómstólasýslunnar að dómsmálaráðuneytið „hlutist til um lagabreytingu um að heimilt verði að fjölga dómurum við Landsrétt. Þetta tekur mið af því að fjórir dómarar við réttinn geta að óbreyttu ekki tekið þátt í dómstörfum. Án þess að gripið verði til þessa úrræðis mun álagið við réttinn aukast verulega með tilheyrandi drætti á meðferð mála.“

Hervör er einn fimm fulltrúa í stjórn Dómstólasýslunnar en eins og fram kemur í Morgunblaðinu í dag var ekki einhugur innan stjórnarinnar um að senda ætti slíka afstöðu frá sér í fréttatilkynningu.  Benedikt Bogason, hæstaréttardómari og formaður stjórnar Dómstólasýslunnar, segir í blaðinu að stjórnvöld hafi farið nokkuð geyst í að fullyrða það að vísa ætti dómi Mannréttindadómstólsins til yfirdeildar hans áður en faglegt mat yrði lagt á slíkt.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert