Innlyksa á Hrafnseyrarheiði vegna snjóflóðs

Björgunarsveitarmenn að störfum.
Björgunarsveitarmenn að störfum. Landsbjörg/Óðinn Sigurðsson

Björgunarsveitir á Vestfjörðum voru kallaðar út á sjöunda tímanum í kvöld vegna tveggja einstaklinga sem eru nú strandaglópar á Hrafnseyrarheiði vegna snjóflóðs.

Tvímenningarnir voru á ferð saman á bíl og óskuðu eftir aðstoð, að því er fram kemur í fréttatilkynningu Landsbjargar, eftir að þeir urðu innlyksa eftir að flóð féll á veginn. Ekki er vitað um nákvæma staðsetningu bílsins, en björgunarsveitafólk er á leiðinni á svæðið.

Þó nokkuð er af snjóflóðum á þessum slóðum og getur því verið varasamt að fara um veginn að því er fram kemur í tilkynningu Landsbjargar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert