Þremenningarnir lausir úr haldi lögreglu

Frá mótmælaaðgerðunum fyrir utan Alþingi í dag.
Frá mótmælaaðgerðunum fyrir utan Alþingi í dag. mbl.is/Eggert

Þremenningarnir sem voru handteknir við Alþingishúsið í dag eru nú lausir úr haldi lögreglu. Þetta kemur fram í tilkynningu sem lögreglan á höfuðborgarsvæðinu sendi frá sér nú síðdegis. 

Þremenningarnir voru meðal þátttakenda í mótmælum samtakanna No Borders við Alþingishúsið um hálftvöleytið í dag og voru samkvæmt heimildum mbl.is að minnsta kosti tveir hinna handteknu íslenskir ríkisborgarar.

Ásgeir Þór Ásgeirsson, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, sagði við mbl.is fyrr í dag, að lögreglu hefði borist tilkynning frá Alþingi um að það væru á milli 20 og 30 aðilar sem lokuðu fyr­ir alla inn­ganga við Alþing­is­húsið.

Lög­regla hafi því farið á vett­vang og gefið fólki fyr­ir­mæli um að færa sig frá inn­göng­un­um. Á bil­inu tíu til 15 lög­regluþjón­ar tóku þátt í aðgerðinni og beittu skip­un­um og lög­reglu­tök­um.

Hóp­ur mót­mæl­enda safnaðist svo sam­an fyr­ir utan lög­reglu­stöðina á Hverf­is­götu að lokn­um mót­mæl­un­um við Alþing­is­húsið. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert