Útfararstofa flúði mygluhús

Elín Sigrún Jónsdóttir, framkvæmdastjóri Útfararstofu kirkjugarðanna.
Elín Sigrún Jónsdóttir, framkvæmdastjóri Útfararstofu kirkjugarðanna.

„Við fluttum út úr húsnæðinu 1. desember sl., en starfsmenn glímdu margir hverjir við veikindi og alvarleg einkenni vegna myglu í húsinu, sem er mjög illa farið,“ segir Elín Sigrún Jónsdóttir, framkvæmdastjóri Útfararstofu kirkjugarðanna.

Það húsnæði sem um ræðir er við Vesturhlíð 2 í Fossvogi í Reykjavík og eru umfangsmiklar framkvæmdir hafnar þar vegna myglu. Starfsemi hefur nú verið flutt tímabundið í Vesturhlíð 9 og standa vonir til að hægt verði að flytja aftur í gamla húsnæðið 1. júní næstkomandi.

„Við erum svo heppin að hægt var að leigja húsnæði í sömu götu í sex mánuði,“ segir Elín Sigrún í Morgunblaðinu í dag og bætir við að viðgerðirnar séu afar umfangsmiklar.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert