Unnið að átaki í þágu byggðar við Bakkaflóa

Halldór NS 302 kemur til hafnar á Bakkafirði eftir góðan …
Halldór NS 302 kemur til hafnar á Bakkafirði eftir góðan dag. mbl.is/Kristinn Benediktsson

Fyrsti fundur nýskipaðrar verkefnisstjórnar í byggðaþróunarverkefninu Brothættar byggðir á Bakkafirði var nýlega haldinn í skólahúsnæðinu á Bakkafirði. Á fundinum var farið yfir verklag í Brothættum byggðum og rætt hvernig verkefnið geti nýst samfélaginu á Bakkafirði.

Á fundinum var rætt um stöðuna í byggðarlaginu, en ríkisstjórnin hefur samþykkt tillögur samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra um eflingu byggðar við Bakkaflóa, segir á heimasíðu Byggðastofnunar. Tillögurnar voru settar fram í skýrslu nefndar sem ráðherra skipaði til að fjalla um málefni byggðarinnar, að því er fram kemur í umfjöllun um þessi mál í Morgunblaðinu í dag.

Í skýrslunni kemur fram að standi vilji til þess að bregðast við neikvæðri byggðaþróun með afgerandi hætti þurfi það að gerast fljótt svo að viðleitni í þágu byggðar við Bakkaflóa verði þegar vart heima í héraði. Jafnframt leggur nefndin til að ríkið verji allt að 40 milljónum króna á ári í fimm ár til undirbúnings verkefna á Bakkaflóasvæðinu og að samningur þar um verði endurskoðaður að tveimur árum liðnum.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert