Helmingi færri aðgerðum frestað nú

Fjölga þarf gjörgæsluplássum næstu árin til að mæta þörf.
Fjölga þarf gjörgæsluplássum næstu árin til að mæta þörf. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Frestanir hjartaaðgerða á Landspítalanum það sem af er árinu eru helmingi færri en á sama tíma í fyrra, að sögn Vigdísar Hallgrímsdóttur, framkvæmdastjóra aðgerðasviðs.

„Meginástæðan fyrir þessari breytingu er að okkur tókst að opna eitt gjörgæslupláss í viðbót á gjörgæsludeildinni við Hringbraut,“ segir Vigdís í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag. Gjörgæsludeildir spítalans eru á hennar sviði og eru sjö pláss við Hringbraut og sex í Fossvogi.

„Okkur þykir alltaf slæmt að þurfa að fresta aðgerðum. Við vitum að gjörgæsluplássin okkar eru of fá. Um mitt síðasta ár tóku stjórnendur á gjörgæsludeildum saman skýrslu um starfsemi deildanna. Í samanburði við löndin í kringum okkur erum við með of fá gjörgæslupláss,“ sagði Vigdís.

Stefnt er að því að Landspítalinn taki í notkun nýjan meðferðarkjarna árið 2024 og er gert ráð fyrir 24 gjörgæsluplássum þar. Vigdís telur að fram að því þurfi að fjölga gjörgæsluplássum á Landspítalanum og það sé forgangsmál. Til að það sé hægt þarf að fjölga hjúkrunarfræðingum á gjörgæsludeildunum.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert