Píratar bjóða börnum pítsur

Ungir Píratar lýsa yfir stuðningi við loftslagsverkfallið og taka undir …
Ungir Píratar lýsa yfir stuðningi við loftslagsverkfallið og taka undir þá kröfu skipuleggjenda að að Ísland taki af skarið. mbl.is/Kristinn Magnússon

Ungir Píratar fordæma mútur skólastjórnenda sem reyna að halda börnum og ungmennum frá því að berjast fyrir aðgerðum í loftslagsmálum með því að bjóða þeim pítsur í skólanum og hafa ákveðið að sýna stuðning sinn við baráttuna í verki með því að bjóða upp á pítsu á Austurvelli á meðan loftslagsverkfall stendur yfir á morgun, föstudag.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá Ungum Pírötum. „Engin ungmenni þurfa því að velja á milli pizzu eða ekki-pizzu í hádegismat og geta þess í stað einbeitt sér að stóra málinu - hlýnun jarðar.“

Landssamtök íslenskra stúdenta, Samtök íslenskra framhaldsskólanema og Ungir umhverfissinnar, sem standa fyrir loftslagsverkfallinu hér á landi, sendu frá sér yfirlýsingu þar sem fram kom að einstaka skólastjórnendur beittu mútum og jafnvel hótunum til að koma í veg fyrir að nemendur tækju þátt í verkfallinu.

„Ungir Píratar lýsa yfir stuðningi við loftslagsverkfallið og taka undir þá kröfu skipuleggjenda að að Ísland taki af skarið, hlusti á vísindamenn, lýsi yfir neyðarástandi og láti hið minnsta 2,5% af þjóðarframleiðslu renna beint til loftslagsaðgerða í stað þeirra 0,05% sem gert er [ráð] fyrir í gildandi áætlun.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert