Vinnufundur deiluaðila stendur yfir

Frá fundinum hjá ríkissáttasemjara í morgun.
Frá fundinum hjá ríkissáttasemjara í morgun. mbl.is/Eggert

Vinnufundur stendur yfir í húsakynnum ríkissáttasemjara þar sem fulltrúar Eflingar, VR, Verkalýðsfélags Akraness, Verkalýðsfélags Grindavíkur, Landssambands íslenzkra verslunarmanna og Framsýnar funda með fulltrúum Samtaka atvinnulífsins.

Fundurinn hófst í morgun klukkan 10:00 og var upphaflega aðeins gert ráð fyrir að hann stæði til klukkan 11:00 en það breyttist fljótlega og var fulltrúum deiluaðila skipt upp í vinnuhópa. Líklega til þess að fara yfir eitthvert nýtt útspil í deilunni.

Fram kemur á vef ríkissáttasemjara að gert sé ráð fyrir að fundurinn standi til klukkan 17:00 í dag en sólarhringsverkföll um tvö þúsund félaga í VR og Eflingu sem beinast að 40 hótelum og hópbifreiðafyrirtækjum skella á að óbreyttu á miðnætti í kvöld.

Fjölmiðlabann er í gildi og fyrir vikið hefur ekkert verið gefið upp um gang hans. Verkalýðsfélögin slitu kjaraviðræðunum við SA 21. febrúar en ríkissáttasemjara ber lögum samkvæmt að kalla deiluaðila til fundar að minnsta kosti á tveggja vikna fresti.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert