Aukin áhersla lögð á eldvarnir hjá SHS

Gríðarlegt tjón varð þegar eldur braust út í stóru húsnæði …
Gríðarlegt tjón varð þegar eldur braust út í stóru húsnæði við Miðhraun í Garðabæ. mbl.is/Kristinn Magnússon

„Stórbrunar sem við lentum í við Miðhraun í Garðabæ og Hvaleyrarbraut í Hafnarfirði í fyrra ýttu rækilega við okkur varðandi eldvarnir. Þessir eldsvoðar voru af þeirri stærðargráðu að við réðum hreinlega ekki við þá. Ég var orðinn hræddur um öryggi minna manna og það er ískyggilegt.“

Þetta segir Jón Viðar Matthíasson, slökkviliðsstjóri Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins (SHS), í samtali í Morgunblaðinu í dag.

Rætt er við Jón Viðar og Bjarna Kjartansson, sviðsstjóra hjá SHS, um aukna áherslu á að reglum um eld- og brunavarnir sé fylgt.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert