Metþátttaka í stærðfræðikeppni

Um hundrað nemendur í 8. og 9. bekk tóku þátt …
Um hundrað nemendur í 8. og 9. bekk tóku þátt í úrslitakeppninni. mbl.is/Kristinn Magnússon

Úrslitakeppni Pangea stærðfræðikeppninnar fór fram í Menntaskólanum við Hamrahlíð í dag, en þar öttu kappi 86 nemendur sem komist höfðu í gegn um fyrstu tvær umferðir keppninnar, en um er að ræða stærðfræðikeppni nemenda í 8. og 9. bekkjum grunnskóla landsins.

Alls voru 3.352 nemendur frá 68 skólum skráðir til keppni í ár, sem er met frá því að keppnin var haldin í fyrsta sinn á Íslandi árið 2016, en keppnin haldin í yfir tuttugu löndum víðsvegar um Evrópu.

Úrslit keppninnar í ár eru eftirfarandi:

8. bekkur

1. sæti - Eva Sóllilja Einarsdóttir - Waldorfsskólinn Sólstafir

2. sæti - Tindur Eliasen - Laugalækjarskóli

3. sæti - Mikael Blær Hauksson - Síðuskóli

9. bekkur

1. sæti - Jón William Snider - Réttarholtsskóli

2. sæti - Victor Kári Kristinsson - Víðistaðaskóli

3. sæti - Agnes Ómarsdóttir - Garðaskóli

Nemendur þurftu að komast í gegn um tvær umferðir keppninnar …
Nemendur þurftu að komast í gegn um tvær umferðir keppninnar til að komast í úrslit. mbl.is/Kristinn Magnússon
mbl.is/Kristinn Magnússon
mbl.is/Kristinn Magnússon
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert