Styttist í útboð byggingar hjúkrunarheimilis

Nýtt hótel á Selfossi. Framkvæmdir ganga vel við Hótel South …
Nýtt hótel á Selfossi. Framkvæmdir ganga vel við Hótel South Coast sem í verða alls 72 herbergi á fjórum hæðum mbl.is/Sigmundur Sigurgeirsson

Selfyssingar, og raunar Sunnlendingar allir eru orðnir nokkuð langeygir eftir nýju hjúkrunarheimili sem fyrirhugað er á bökkum Ölfusár, austan við sjúkrahúsið á Selfossi.

Liðlega tvö og hálft ár eru liðin frá því skrifað var undir samkomulag um byggingu 50 rýma heimilis og var þá áætlað að starfsemi hæfist vorið 2019. Síðan þá hefur hönnun verið kláruð að mestu og tíu rýmum bætt við. Sveitarfélagið hefur tiltekið um 230 milljónir á þessu ári til framkvæmdanna, og 134 milljónir á næsta ári, en hlutur sveitarfélagsins er umsaminn um 16 prósent á móti hlut framkvæmdasjóðs aldraðra.

Áfram er miðað við að húsið verði hringlaga og á tveimur hæðum. Eftir því sem heimildir innan úr Framkvæmdasýslu ríkisins segja er málið fremur langt komið, verið er að rýna gögn og hönnuðir að leiðrétta teikningar í samstarfi við framkvæmdasýsluna. Góð von er um að verkið verði boðið út í opnu útboði í næsta mánuði, að því er fram kemur í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert