Yfir 300 þúsund gestir komu í Kerið í fyrra

Ferðamaður við Kerið í Grímsnesi.
Ferðamaður við Kerið í Grímsnesi. mbl.is/Eggert Jóhannesson

„Við erum mjög ánægðir með hvernig aðsóknin hefur verið,“ segir Óskar Magnússon, einn rekstraraðila Kersins í Grímsnesi.

Aðgangseyrir hefur verið innheimtur af gestum síðan árið 2013 og hefur gefist vel, að sögn Óskars. Gjaldið hefur verið notað til að fjármagna framkvæmdir á svæðinu og bæta aðstöðuna fyrir ferðamenn, en þeim hefur fjölgað ár frá ári. Um 150 þúsund komu í Kerið árið 2016, gestirnir voru um 240 þúsund árið 2017 og í fyrra voru þeir yfir 300 þúsund. Óskar segir að um 95% gestanna séu erlendir ferðamenn.

„Aðsóknin er farin að dreifast betur, það er sífellt að aukast aðsóknin yfir vetrarmánuðina og það er ástæðan fyrir því að við getum tekið á móti svo mörgum gestum ár hvert. Við höfum í raun þurft að taka upp óformlegar aðgangstakmarkanir yfir háannatímann á sumrin. Það gerum við þegar hópferðarfyrirtæki og stærri aðilar sem eru í reikningsviðskiptum hjá okkur skipuleggja ferðir. Þá reynum við að stilla ferðir af svo þær séu á heppilegum tíma. Ef stórt fyrirtæki vildi koma með fjórar rútur á dag á versta tíma, þá er ekki víst að hægt væri að verða við því,“ segir Óskar m.a. í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert