Hvalfjarðargöngum lokað vegna mengunar

Löng bílaröð myndaðist við göngin á meðan þau voru lokuð, …
Löng bílaröð myndaðist við göngin á meðan þau voru lokuð, enda margir á leið úr borginni og út í landsins byggðir um páskana. Ljósmynd/Aðsend

Loka þurfti fyrir umferð um Hvalfjarðargöng fyrr í morgun sökum þess að mengun í göngunum fór upp fyrir leyfileg mörk. Búið er að opna aftur fyrir umferð um göngin.

Samkvæmt starfsmanni Vegagerðarinnar sem blaðamaður ræddi við má jafnvel búast við því að þetta gerist af og til um helgina. Vegfarandi sem hringdi inn sagði langa bílaröð hafa myndast í sunnanverðum Hvalfirði vegna lokunarinnar.

Í orðsendingu frá Vegagerðinni til fjölmiðla segir að búast megi við mikilli umferð um Hvalfjarðargöng um páskana og þess vegna gæti mengun farið yfir viðmiðunarmörk. Þá gæti þurft að loka göngunum í 10-15 mínútur í senn.

Úr bílaröðinni í morgun.
Úr bílaröðinni í morgun. Ljósmynd/Aðsend
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert