Klifraði ölvaður upp á þak

mbl.is/Eggert

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur haft í einu og öðru að snúast á þessum páskadegi. Á sjöunda tímanum í morgun barst lögreglu tilkynning frá fjölbýlishúsi í Hlíðunum í Reykjavík um að ölvaður ungur maður hefði farið út á svalir á fjórðu hæð og þaðan upp á þakið.

Lögreglumenn fóru á staðinn og ræddu við manninn sem var þá kominn aftur inn í íbúðina. 

Þá hafði lögreglan afskipti af ökumanni bifreiðar á Kringlumýrarbraut í hádeginu. Hann var grunaður um vörslu fíkniefna. Í bifreiðinni fannst ennfremur hnífur sem ökumaðurinn átti. Lögreglan lagði hald á hnífinn. 

Nú á fimmta tímanum var tilkynnt um brotna rúðu í Alþingishúsinu. Ekki er vitað hver var þar að verki. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert