Krakkarnir alveg til fyrirmyndar

Kátir krakkar í upphafi dvalarviku á Reykjum. Í mörgum skólum …
Kátir krakkar í upphafi dvalarviku á Reykjum. Í mörgum skólum er þetta einn af hápunktum skólaársins og er safnað fyrir ferðinni allan veturinn. mbl.is/Sigurður Bogi

„Við erum að sigla í að samanlagður fjöldi krakkanna sem hafa komið til okkar að Reykjum séu 60 þúsund. Í okkar huga er þetta eitt stórt ævintýri og betri gesti er ekki hægt að hugsa sér en lífsglaða krakka,“ segir Karl B. Örvarsson, forstöðumaður Skólabúðanna að Reykjum í Hrútafirði.

Nú sér fyrir endann á átjánda vetrinum sem þau Karl og Halldóra Árnadóttir kona hans starfrækja búðirnar sem eru í húsum gamla héraðsskólans að Reykjum. Það var haustið 2001 sem þau Karl og Halldóra hófu störf við skólabúðirnar, en starfsemin hófst upphaflega árið 1988 – fyrir 31 ári. Að Reykjum koma á vetri hverjum krakkar úr 7. bekk grunnskólans, 12-13 ára. Eru þau á staðnum frá mánudegi til föstudags og á hverjum tíma eru yfirleitt um 100 krakkar í húsi, ásamt kennurum.

„Fyrstu hóparnir koma hingað upp úr 20. ágúst og svona rekur þetta sig alla veturinn. Alls verða dvalarvikurnar þennan veturinn 34 og síðasti hóparnir eru hér í lok maí. Það þýðir að hingað koma á þessu skólaári nærri 3.400 krakkar fæddir árið 2006, en í árganginum öllum eru um 4.400 börn, segir Karl.

Sjá samtal við Karl um skólabúðirnar í heild í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert