Mistur og lítil loftgæði í höfuðborginni

Loftgæði eru lítil í Húsdýragarðinum samkvæmt vefnum Loftgæði.is.
Loftgæði eru lítil í Húsdýragarðinum samkvæmt vefnum Loftgæði.is. mbl.is/Árni Sæberg

Loftgæði sums staðar á höfuðborgarsvæðinu eru mjög lítil sam­kvæmt vef Um­hverf­is­stofn­un­ar, Loft­gæði.is. Mikið rykmistur liggur yfir höfuðborgarsvæðinu en það er ættað frá Sahara-eyðimörkinni.

Greint var frá því í færslu á Facebook-síðu Veðurstofu Íslands fyrr í dag að vegna misturs hafi sólin ekki sést jafn vel í Reykjavík og spáð var í gær. Því mælist svifryk meira en venjulega.

Loftgæði eru mjög lítil við mælingastöð Umhverfisstofnunar við Grensásveg. Á vef Umhverfisstofnunar kemur fram að við slíkar aðstæður ættu einstaklingar með alvarlega hjarta- og/eða lungnasjúkdóma að forðast að vera úti þar sem hætta er á mikilli mengun. Fólk ætti að forðast að vinna erfiðisvinnu eða stunda líkamsrækt utandyra.

Auk þess eru loftgæði mjög lítil við mælistöð í Húsdýragarðinum og í Njörvasundi. Loftgæði eru lítil í Dalsmára í Kópavogi.

Eins og kom fram fyrr í dag féll hitamet sumardagsins fyrsta í Reykjavík, þegar hita­mæl­ir Veður­stofu Íslands sýndi 14,1 stig. Fyrra met var frá ár­inu 1998, en þá mæld­ist hiti hæst­ur 13,5 stig á sum­ar­dag­inn fyrsta. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert