Ætla að reyna til þrautar

Kristján Þórður Snæbjarnarson, talsmaður iðnaðarmanna í kjaraviðræðum.
Kristján Þórður Snæbjarnarson, talsmaður iðnaðarmanna í kjaraviðræðum. mbl.is/Styrmir Kári

„Það er búið að skipuleggja fundi út daginn og eftir atvikum um helgina ef þörf krefur,“ segir Kristján Þórður Snæ­bjarn­ar­son, formaður fram­kvæmda­stjórn­ar Rafiðnaðarsam­bands Íslands og talsmaður iðnaðarmanna í kjaraviðræðum við Sam­tök at­vinnu­lífs­ins, við mbl.is.

Fundur í kjaradeilunni hófst í húsakynnum ríkissáttasemjara klukkan 10 í morgun. Kristján lét hafa eftir sér í dymbilvikunni að reynt yrði til þrautar í vikunni eftir páska og játaði að nú væri komið að þeirri stund.

„Uppleggið hjá okkur er að reyna til þrautar og sjá hversu langt við komumst. Ef við teljum það ekki duga munum við þurfa að fara í atkvæðagreiðslur um verkföll,“ segir Kristján.

Hann ítrekar að reynt verði að klára samninga áður en til verkfalla komi.

Spurður hvort hann sé bjartsýnn segir Kristján að það sé erfitt að segja til um það, rétt áður en hann fór inn á fund hjá ríkissáttasemjara. „Við reynum að vera bjartsýnir en þetta getur breyst. Þetta er svona 50/50, myndi ég segja.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert