Hjólabretti og matartorg á Miðbakka

Frá Miðbakka
Frá Miðbakka mbl.is/Sigtryggur Sigtryggsson

Miðbakki við Gömlu höfnina í Reykjavík verður gerður að torgi í sumar. Svæðið verður allt málað í áberandi litum og munstri af ungum listamönnum og ýmis tímabundin verkefni verða sett upp á svæðinu með fjölbreyttri notkun fyrir alla fjölskylduna.

Á svæðinu verður til að mynda hjólabrettavöllur, hjólaleikvöllur, körfuboltavöllur og matartorg. Matarvögnum og matarbílum verður boðin aðstaða gegn vægri leigu og á föstum tímum yfir sumarið. Bekkjum, skjólveggjum og öðru slíku verður komið upp á matartorginu.

Hjólabrettasvæðið verður um 700 fermetrar að stærð, fremur ílangt með römpum og kössum sem eru sérhannaðir fyrir hjólabrettaiðkun. Svæðið verður hannað í samráði við hjólabrettaiðkendur og aðila sem rekur hjólabrettaskóla í borginni, að því er fram kemur í umfjöllun um starfsemina á Miðbakka í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert