Þetta er adrenalínfíkn

Ingibjörg Helga og Jón Viðar segja að allir geti orðið …
Ingibjörg Helga og Jón Viðar segja að allir geti orðið áhættuleikarar. Læra má listina á námskeiði þeirra. mbl.is/Kristinn Magnússon

Detta. Velta niður fjallshlíð. Rotast. Slást. Vera skotin/n með byssu. Bera sig að eins og þrautþjálfaður og þungvopnaður sérsveitarmaður.

Að leika þetta allt og margt fleira verður kennt á námskeiðinu Stunt 101, þar sem systkinin og áhættuleikararnir Jón Viðar og Ingibjörg Helga Arnþórsbörn kenna áhugasömum helstu atriðin í áhættuleik.

Námskeiðið verður 15. júní og skráning er á Facebook-síðu þess. Jón Viðar segir að meðal þess sem kennt verði séu fimm mismunandi viðbrögð við því að rotast; hálfrotast, steinrotast þar sem fólk stirðnar upp og fellur niður, að lyppast niður, detta fram fyrir sig eða rotast þannig að það slökknar á öllu. Það sama gildir um mismunandi viðbrögð við því að vera skotin/n.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert