Græni herinn endurvakinn á 20 árum síðar

Meðlimir Græna hersins eru á öllum aldri.
Meðlimir Græna hersins eru á öllum aldri. Ljósmynd/Aðsend

Græni herinn svokallaði var endurvakinn í dag með táknrænni athöfn á sama stað og hann var upphaflega stofnaður fyrir 20 árum. Efnt var til gróðursetningar í Hveragerði sem mun marka upphaf starfsemi Græna hersins í nýrri 5 ára áætlun hans.

Fyrsta verkefni Græna hersins þegar hann var stofnaður fyrir tveimur áratugum síðan var að gróðursetja trjágöng í Hveragerði. Hann var svo endurvakinn í dag með því að gróðursetja trjágöng á öðrum stað í Hveragerði og með því að losa járn úr umhverfinu – svokallað risaplokk í samstarfi við Hringrás sem verður meðal verkefna hersins í nýju 5 ára áætlun hans.

Trjágöngin sem gróðursett voru fyrir 20 árum.
Trjágöngin sem gróðursett voru fyrir 20 árum. Ljósmynd/Aðsend

„Herinn var bara stofnaður til eins árs [fyrir 20 árum] en ímynd hans hefur verið sterk og oft verið talað um að ræsa hann aftur og nú erum við að láta verða að því,“ segir Einar Bárðarson í samtali við mbl.is.

„Þegar við settumst niður í fyrsta skipti í vor ræddum við hvort og hvernig Græni herinn ætti erindi í dag og það var ákveðið að láta Græna herinn vera verkfæri í þrifum á náttúru og eflingu á betri umhverfishegðun,“ segir hann og bætir við:

„Ólíkt fyrir 20 árum þegar allt var sett á fullt í eitt sumar þá ætlum við að taka þetta í lengri skrefum og vera í 5 ár.“

Allir eru hvattir til að ganga til liðs við Græna herinn með því að setja „like“ við Facebook-síðu hans.

Ný trjágöng voru gróðursett í dag.
Ný trjágöng voru gróðursett í dag. Ljósmynd/Aðsend
Frá gróðursetningunni fyrr í dag.
Frá gróðursetningunni fyrr í dag. Ljósmynd/Aðsend
Eitt af verkefnum Græna hersins í nýrri 5 ára áætlun …
Eitt af verkefnum Græna hersins í nýrri 5 ára áætlun verður að aðstoða sveitarfélög og einstaklinga við að fjarlægja rusl úr umhverfinu. Ljósmynd/Aðsend
Græni herinn er í samstarfi við Hringrás. „Þetta er svona …
Græni herinn er í samstarfi við Hringrás. „Þetta er svona plokk sem kemst ekki fyrir i poka,“ sagði Einar Bárðarson. Ljósmynd/Aðsend
Innrás Græna hersins hófst að nýju í dag.
Innrás Græna hersins hófst að nýju í dag. Ljósmynd/Aðsend
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert