Ungt barnafólk greiðir námslánin með lottó

Ung hjón með tvö börn, karl á landsbyggðinni og kona …
Ung hjón með tvö börn, karl á landsbyggðinni og kona í Reykjavík hrepptu lottóvinningin um síðustu helgi.

Ung hjón mættu í höfuðstöðvar Íslenskrar getspár til þess að vitja vinnings, en þau voru ein af þremur sem unnu sjöfalda Lottópottinn síðasta laugardag og fengu rúmar 34,5 skattfrjálsar milljónir í vinning. Vinningsmiðann keyptu þau í Olís í Norðlingaholti. Þetta kemur fram í tilkynningu. 

Hjónin eiga tvö ung börn og eru búsett á höfuðborgarsvæðinu, þau ætla að byrja á að fagna útskrift, greiða niður námslán og einnig íhuga þau frekara nám nú þegar áhyggjur af fjármálunum eru úr sögunni.

Hinir tveir vinningshafarnir keyptu miðana á lotto.is. Annar var karlmaður utan af landi en hann hafði fylgst með útdrættinum. Hinn vinningshafinn, kona í Reykjavík, vissi ekki af vinningnum þegar hún fékk símtal frá íslenskri getspá og kom þetta henni á óvart. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert