Mikil vanlíðan í Hagaskóla

Unglingar una sér vel í skólastarfi í Hagaskóla en lítil …
Unglingar una sér vel í skólastarfi í Hagaskóla en lítil loftgæði í átta stofum skólans kalla fram slappleika, vanlíðan og veikindi nemenda og starfsfólks. mbl.is/Kristinn Magnússon

„Á meðan nemendur mínir sitja of margir í litlum loftgæðum og Vinnueftirlitið hefur gefið Reykjavíkurborg frest til 1. október til að bæta úr litlum loftgæðum í átta stofum skólans er fé borgarinnar varið í mathallir og bragga.“

Þetta segir Ingibjörg Jósefsdóttir, skólastjóri Hagaskóla, sem gagnrýnir forgangsröðun borgaryfirvalda.

Í umfjöllun um þessi mál í Morgunblaðinu í dag segir hún nemendur og starfsfólk kvarta yfir slappleika, höfuðverk, auknu mígreni og annarri vanlíðan vegna ástandsins í skólanum. Ingibjörg segir það vonbrigði að meirihluti borgarstjórnar skyldi ekki mæta betur undirbúinn á fund borgarstjórnar 4. júní í umræðu sem fram fór að frumkvæði Kolbrúnar Baldursdóttur, borgarfulltrúa Flokks fólksins, um ástand skólahúsnæðis og byggingar- og viðhaldsþörf skóla. Ingibjörg sem sendi borgarstjóra beiðni um fund í gegnum vef borgarstjórnar fyrir fimm vikum hefur enn ekki fengið svar.

Kolbrún Baldursdóttir gagnrýnir að borgarstjóri neiti borgarfulltrúum um aðgang að skýrslu sem sýni stöðu fimm skóla í Reykjavík.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert