105.000 krónur fyrir fram

Úrhelli. Ýmis stéttarfélög og samninganefndir þrá hlé á viðræðum þótt …
Úrhelli. Ýmis stéttarfélög og samninganefndir þrá hlé á viðræðum þótt rigni mögulega í fríinu. mbl.is/​Hari

„Við lítum svo á að þetta standi öllum þeim sem eru með lausa kjarasamninga hjá okkur til boða,“ segir Sverrir Jónsson, formaður samninganefndar ríkisins, um samkomulag um frestun kjaraviðræðna fram í ágúst.

Í samkomulaginu felst 105.000 króna fyrirframgreiðsla sem hver félagsmaður fær greidda fyrsta ágúst vegna væntanlegra launahækkana og friðarskylda til 30. september.

Fjögur stéttarfélög hafa gengist undir samkomulagið en Bandalag háskólamanna, BHM, er ekki fyllilega sátt við það.

Í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag segir Þórunn Sveinbjarnardóttir, formaður BHM, segir ákvæði um friðarskyldu óviðeigandi. „Friðarskylda á einfaldlega ekki við núna, það gildir friðarskylda þegar kjarasamningar eru í gildi, lögum samkvæmt. Nú hafa kjarasamningar verið lausir í tæplega þrjá mánuði og við erum í samningaviðræðum við ríkið.“

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert