Ragna rýfur karlavígi til 426 ára

Ragna Árnadóttir.
Ragna Árnadóttir.

Mikil tímamót verða á Alþingi 1. september nk. þegar Helgi Bernódusson lætur af starfi skrifstofustjóra Alþingis og við þessu starfi æðsta embættismanns þingsins tekur Ragna Árnadóttir, fyrst kvenna.

Embættið er að stofni til frá árinu 1593 þótt starfsheitið hafi breyst síðan þá. Karlar, alls rúmlega 40 talsins, hafa fram til þessa haft þetta starf með höndum og því má segja að 426 ára vígi karla sé að líða undir lok með komu Rögnu.

Á upphafsárunum voru karlarnir sem starfinu gegndu ýmist kallaðir alþingsskrifarar eða lögþingsskrifarar. Embætti skrifstofustjóra Alþingis var gert að föstu starfi árið 1915. Síðan þá hafa fimm karlar gegnt því.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert