Verðmæti flugvallarsvæðis

Framtíðin. Elín Árnadóttir frá Ísavia, Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra, Magnús Stefánsson …
Framtíðin. Elín Árnadóttir frá Ísavia, Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra, Magnús Stefánsson og Friðjón Einarsson undirrita viljayfirlýsingu mbl.is/Arnþór Birkisson

Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, segir undirritun viljayfirlýsingar stjórnvalda og einkahlutafélagsins Kadeco, þróunarfélags Keflavíkurflugvallar ehf. um skipulags á svæðinu í kringum Keflavíkurflugvöll vera mikil tímamót.

Bjarni sagði að í kjölfar viljayfirlýsingarinnar í gær verði samstarfssamningur útfærður og aðilar séu sammála um að tækifæri liggi á svæðinu til framtíðar.

Virði í þróun svæðisins

„Það sjá allir virðið í því að skapa vettvang fyrir þróun svæðisins í heild bæði fyrir atvinnu og íbúa,“ segir Bjarni sem telur að Kadeco komi líklegast til með að bera kostnaðinn af verkefninu en nú sé aðeins verið að hefja skipulags- og hugmyndavinnu fyrir uppbyggingu tilframtíðar. Auk fjármálaráðuneytisins og Kadeco standa Isavía, Reykjanesbær og Suðurnesjabær að yfirlýsingunni. Að sögn Mörtu Jónsdóttur framkvæmdastjóra Kadeco er verkefnið ákaflega spennandi og hvetjandi tækifæri og hún er bjartsýn á sköpun og uppbyggingu verðmæta á svæðinu til lengri tíma litið. Marta segir verkefnið byggja á hugmyndafræði Aerotropilis sem byggt er kenningum dr. John Kasarda.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert