Vilja sameina tvær stofnanir í eina

Íbúðalánasjóður er í Borgartúni 21.
Íbúðalánasjóður er í Borgartúni 21.

Lagt er til að Íbúðalánasjóður og Mannvirkjastofnun sameinist í nýja Húsnæðis- og mannvirkjastofnun samhliða uppskiptingu Íbúðalánasjóðs í drögum að nýju frumvarpi. Félagsmálaráðuneyti birti í dag í samráðsgátt stjórnvalda drög að frumvarpinu. 

Markmiðið með því að sameina tvær stofnanir í eina sterka stofnun sé að bæta húsnæðismarkaðinn fyrir almenning. Þetta segir Ásmundur Einar Daðason, félags- og barnamálaráðherra, í frétt á vef Stjórnarráðs Íslands

„Í skýrslu starfshóps, sem skipaður var til að kanna kosti og galla þess að sameina Íbúðalánasjóð og Mannvirkjastofnun og skilaði niðurstöðum sínum 1. júní síðastliðinn, kemur fram að með því að sameina stofnanirnar tvær megi ná fram miklum jákvæðum samlegðaráhrifum með breiðari þekkingu og stjórnun. Þá megi ná fram töluverðri hagræðingu og bættri nýtingu fjármuna.“ Þetta segir jafnframt í tilkynningu. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert