Eldur í timburhúsi á Ísafirði

Slökkviliðsmenn hafa náð tökum á eldinum og vinna nú að …
Slökkviliðsmenn hafa náð tökum á eldinum og vinna nú að því að reykræsta húsið. mbl.is/Sigurjón J. Sigurðsson

Slökkvilið Ísafjarðarbæjar var kallað út um kl. 18 eftir að eldur kom upp í timburhúsi við Tangagötu. Fyrst var greint frá þessu á vef RÚV.

Samkvæmt frétt RÚV var slökkviliðið komið á vettvang um kl. 18:10 og töluverður eldur þá í húsinu. Það er samfast öðru timburhúsi og því var hætta á að eldurinn breiddist frekar út.

Fréttaritari mbl.is og Morgunblaðsins á Ísafirði fór á staðinn á sjöunda tímanum og sagði að slökkviliðsmenn hefðu verið að glíma við þónokkuð mikinn eld í húsinu aftanverðu, sem stendur við Tangagötu 20a.

Uppfært kl. 19:12 Slökkviliðsmenn hafa náð tökum á eldinum og vinna nú að því að reykræsta húsið, samkvæmt því sem fram kom í kvöldfréttum RÚV.

mbl.is/Sigurjón J. Sigurðsson
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert