Reykræstu Gunnar Þórðarson

Slökkviliðið í Vesturbyggð var kallað til í morgun vegna reyks …
Slökkviliðið í Vesturbyggð var kallað til í morgun vegna reyks sem steig frá Gunnari Þórðarsyni, skipi í eigu Arnarlax. mbl.is/Eggert

Slökkviliðið í Vesturbyggð var kallað út um kl. 8 í morgun, eftir að tilkynning barst til Neyðarlínu um að mikill reykur stigi upp úr Gunnari Þórðarsyni, vinnuskipi laxeldisfyrirtækisins Arnarlax, sem lá við bryggju á Bíldudal.

Enginn eldur reyndist í skipinu, segir Davíð Rúnar Gunnarsson, slökkviliðsstjóri í Vesturbyggð í samtali við mbl.is.

Davíð segir olíu hafa lekið í vélarrúminu, að öllum líkindum á hitablásara sem þar var, sem olli því að „mikill reykur“ myndaðist. Hann hafði þó ekki fengið staðfest að reykurinn hefði stafað frá hitablásaranum.

Slökkviliðsmenn reykræstu bátinn og gengu úr skugga um að þar leyndist enginn eldur. Davíð Rúnar segir að einhverjar skemmdir hafi orðið í vélarrúmi skipsins, en telur þó að þær séu lítilsháttar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert