Eldur í bifreið í Reykjanesbæ

Að sögn varðstjóra komst ökumaðurinn út úr bílnum og sakaði …
Að sögn varðstjóra komst ökumaðurinn út úr bílnum og sakaði ekki. mbl.is/Eggert

Eldur kom upp í mælaborði bifreiðar á Þjóðbraut í Reykjanesbæ skömmu fyrir klukkan 17 í dag og var slökkvilið Brunavarna Suðurnesja kallað á staðinn.

Að sögn varðstjóra komst ökumaðurinn út úr bílnum og sakaði ekki. Vegfarendum hafði þegar tekist að slökkva eldinn að mestu með slökkvitækjum áður en slökkvilið kom á staðinn, sem tryggði vettvang og kældi bifreiðina niður.

Um var að ræða eldri bifreið af gerðinni Toyota Corolla og er hún talsvert skemmd eftir atvikið. Vísir greindi fyrst frá.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert